Unglingavandamál?

Orkudrykkjaneysla. Um leið og ég les fréttina veit ég að ég hef tekið eftir þessu, en aldrei leitt hugan að því né kynnt mér. Hvers vegna ætti einhverjum að detta í hug að drekka of mikið af orkudrykk?
Orkudrykkir eru sagðir platorka, stútfullir af sykri og koffeini. Annað efni í orkudrykkjunum er tárín sem hefur sömu áhirf á miðtaugakerfið og koffín. Börn sem drekka orkudrykki fá þessi örvandi efni í miklu meira magni en fullorðnir.
Eru krakkarnir að fíla örvunina, eða sykurfallið?
Það er gott og vel að banna orkudrykkjaneyslu í félagsmiðstöðvum, en það er skammgóður vermir. Ofneysla á sér alltaf dýpri rætur en að lúkka kúl eða þurfa að vaka lengur.
Það á að hlusta á börn, og einhver sem drekkur vikuskammt af orkudrykk þarf að segja eitthvað.
mbl.is Orkudrykkirnir nú bannaðir unglingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband