Öryggisdagur Vélhjólafólks tókst með eindæmum vel

SRMC IcelandÖryggisdagur Vélhjólafólks sem SRMC Kerúbar stóðu fyrir, tókst með eindæmum vel.

Ekki krónu var til kostað, og eina auglýsingin voru bloggsíður og fréttatilkynning sem MBL.IS voru svo vinsamlegir að birta strax.

Á öryggisdaginn komu í allt um 70 vélhjól af ýmsum stærðum og gerðum. Á planinu hjá okkur töldum við mest 47 vélhjól í einu.

Settar voru upp 3 æfingabrautir með keilum sem Björgvin Þór Guðnason ökukennari hjá driver.is lánaði okkur. Vélhjólamaður frá Umferðadeild Lögreglunnar í RVK leit við á planinu til skrafs og ráðagerða.

Haldnar voru kynningar og sýnikennsla á eðlisfræðinni sem einkennir hegðun vélhjóla í akstri "Gyroscopic Effect", og kom mörgum á óvart.

Leiðbeint var um hvernig bæta má aksturslag og hvernig ná má mun betri leikni í akstri vélhjóls á lágum hraða við þröngar aðstæður, hemlun ofl ofl.

Farið var í gegnum Hópakstursreglur SRMC Kerúba og þeim deilt með gestum okkar. Haldinn var fyrirlestur um öryggisatriði varðandi hópakstur vélhjóla.

SRMC Kerúbar þakka öllum gestum okkar hjartanlega komuna og viðmótið, og ósak öllum heillaríkt ferðasumar í umferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki einhverjar myndir frá öryggisdeginum komnar á netið?

Pétur (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband