28.4.2009 | 23:25
Þjóðráð við Svínaflensunni
Síðustu daga höfum við drukknað í fréttum um þessa ógnvænlegu svínaflensu. Fólk hleypur uppi til handa og fóta með grímur og vetlinga, og heyrst hefur að í geðshræringu sinni hafi engin mexíkönsk kvikmynd verið snert á vídeóleigunni, og enginn vogar sér framhjá Fajitas hillunni í Bónus.
Skildi það fara svo að fólk í geðshræringu sinni hættir að borða svínakjöt. Þá verður ekki mikið eftir. Ekki þýðir að eiga við kjúlla út af fuglaflensu, riðuveiki í kindum, Krojtsfeld-Jakob í beljum, enginn borðar hestana vini sína, og fiskur er bara gamaldags, 2007.
Hvað verður þá um okkur sem viljum fá okkur beikon á laugardagsmorgnum? Eða samloku með skinku ( sem er reyndar í lagi því það er víst bara nafnið á svínakjöti í henni, rest er uppsó...)
Jú. Heillaráð handa ykkur. Notumst bara við kvikindin sem eru að drekkja okkur með offjölgun. Og hér er tillaga að matreiðslu þeirra.
Ljúfsár bóndaköttur með appelsínu líkjör
Hráefni
1 stk köttur skorinn í bita
½ bolli hveiti
1 tsk salt
¼ tsk pipar
8 msk smjör eða smjörlíki
2 msk appelsínubörkur
¼ bolli sítrónusafi
¼ bolli appelsínu líkjör
1 msk sojasósa
¼ bolli hunang
8 litlar gulrætur soðnar (baby carrots)
Matreiðsla
Blandið saman í plastpoka hveiti, salti og pipar. Bætið kettinum í pokann, 2 bitum í einu og hristið vel til að húða bitana. Bræðið helminginn af smjörlíkinu á pönnu (4 msk). Veltið kettinum upp úr bræddu smjörinu og raðið í ofnskúffu eða eldfast mót. Bakið við 165° í 20 mínútur.
Setjið afganginn af smjörlíkinu á pönnu og látið bráðna. Bætið í appelsínuberkinum, sítrónusafanum, líkjörnum sojasósunni og hunanginu. Takið u.þ.b. 2 msk af blöndunni frá. Takið köttinn úr ofninum, snúið honum við og hellið blöndunni yfir hann. Setjið aftur inn í ofn og eldið í 20 mínútur í viðbót, ausið af og til yfir hann blöndunni.
Blandið saman við soðnar gulræturnar 2 msk af blöndunni sem var tekin frá og berið fram með kettinum.
Eftir að hafa prófað þessa uppskrift sem er erlend (líklega frá Íran), og elda í tvisvar sinnum 30 mín. fannst mér kötturinn alltof þurr. Því mæli ég með ef þú með íslenskan eða Síams, að hafa það 2x 20 mínútur og/eða fylgjast með litnum á kjötinu.
Kattholt hefur lengi gefið bústna og gæfa ketti á góð heimili, þannig að ef þið eruð snögg, gætuð þið sankað að ykkur nokkrum, jafnvel sent alla familíuna, og fyllt frystikistuna. Við vitum nefnilega ekki hve lengi þessi flensa er að ganga yfir.
Þau ykkar sem eigið í basli með að aflífa sætu hnoðrana, getið tekið ró ykkar. Gefið þeim bara í glas. Og í næstu viku verða þeir dauðir og tilbúnir fyrir næstu uppskrift, sem er Viskí marineraður köttur á grillið. Ekki slæmt eins og veðrið er búið að vera. Ha?
WHO fundar um flensuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fíflaskapur | Breytt s.d. kl. 23:52 | Facebook
Athugasemdir
Svínahnakkasneiðar í matinn á morgun.
Ísleifur Gíslason, 29.4.2009 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.