Þórhallur selur tjaldvagn og bát

Þórhallur Gunnlaugsson  hefur selt Camp-let tjaldvagninn og 7 manna Zodiac gúmmíbát, að því er kemur fram í viðtali, sem Sunnlenska birtir á morgun. Þá hefur hann sett íbúð sína í Hveragerði á sölu. Þórhallur segist enn eiga Volvo 760  í bænum en aðeins vegna þess að það er ekki auðvelt að selja notaða lúxusbíla um þessar mundir.

„Það er gaman að eiga þessa hluti en það er hægt að vera án þeirra," hefur blaðið eftir Þórhalli. Fullyrt er í greininni, að persónulegar eignir Þórhalls hafi nánast þurrkast út en þær voru metnar á 6 milljónir króna, jafnvirði 0,5 Landkrúsera, fyrir tveimur árum.

„Ég hef ekki náð mér enn af þessu áfalli," segir Þórhallur um gjaldþrot bankanna. „Þetta gerðist svo hratt að ég hef ekki gert mér grein fyrir því. En þetta hefur allt farið á versta veg. Ég byggði þetta upp á 11 árum. En svona er lífið."

Hann segist þó ekki hafa gefist upp og ætli að byggja upp dótakassa á ný.  „Við höfðum allt of mikið í okkar dótakassa. Ekki aðeins í bílskúrnum heldur í ýmsu öðru, sem við þurftum að eyða tíma í. Við munum gera þetta öðruvísi næst. Það verður minna og með skýrara markmiði."


mbl.is Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Áts....

Svala Erlendsdóttir, 15.3.2009 kl. 09:23

2 Smámynd: drilli

góður !!!

drilli, 15.3.2009 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband