12.3.2009 | 13:22
þóknun í prósentum?
Í tilkynningu frá þeim kemur fram að þetta sé gert til að standa straum af kostnaði vegna útgreiðslna.
Hvaða kostnaði? Það er augljóst. Það er miklu miklu erfiðara og tímafrekara fyrir gjaldkerann að finna alvöru milljón í bankanum þessa dagana heldur en 1500 kall.
Getið líklega gleymt því að fá hærri upphæðir greiddar samdægurs. Það er svo langt að fljúga til Torola og slá lán hjá Sigga og Lalla.
Sem betur fer er ekki farið að rukka fyrir kaffið meðan þú bíður.
Innheimta þóknun af útgreiðslu sparnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fíflaskapur | Breytt s.d. kl. 13:37 | Facebook
Athugasemdir
Hvaða fífl er það í fjármálaráðuneytinu sem hefur með reglugerðina að gera og leyfir bönkunum og lífeyrissjóðunum að hirða hluta af útgreiðslunum? Er ekki nóg að þetta helvítis pakk sé búið að stela stórum hluta af lífeyrissparnaðinum þótt það fái ekki sérleyfi frá Steingrími J. til að stela meiru af manni? Glæpahyski!
corvus corax, 12.3.2009 kl. 13:32
Nákvæmlega. Er þetta ekki eign fólks og hvílir ekki á þessu friðhelgur eignarréttur a.m.k. á lífeyrisréttindum alþingismanna? Hvaðan hafa alþingismenn eða ráðherrar heimild til að ráðstafa 1% af eigninni til annara?
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.