grein birt með góðfúslegu leyfi facbookgrúppunnar Vaknað til meðvitundar
Eftirfarandi er gátlisti fyrir einstaklinga að hafa með sér í sinn viðskiptabanka til að nálgast þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til grundvallar leiréttingar á vísitölutryggðum veðbundnum íbúðarlánum með vöxtum.
1. Ferð í bankann þinn og biður um afrit af láninu þínu og fylgiskjölum (þ.e. allt sem þú hefur sett nafnið þitt undir)
2. Sértu búinn að greiða af láninu í einhvern tíma þá óskarðu eftir að fá útskrift af sundurliðaðri greiðslusögu.
3. Þá óskar þú eftir að fá greiðsluáætlun eftirstöðva framreiknaðar miðað við núverandi verðbólgu og síðan óskar þú eftir að fá framreiknaða greiðsluáætlun miðað við meðaltals hækkun á vísitölu (verðbólgu) á greiðslusögutímanum.
4. Síðan óskar þú eftir að þjónustufulltrúinn / bankastarfsmaðurinn útskýri fyrir þér hvernig hver og einn liður í jöfnunni er fundinn og hvernig það reiknilíkan sem bankinn notast við vinnur. (þetta hefur verið kannað og eru nánast engar líkur á að þú fáir útskýringu sem meikar sens)
5. Þú ferð með þessi gögn heim, færð þér tebolla og jafnar þig í smá stund.
6. Síðan sest þú niður með gögnin og reiknar pínu lítið sjálfur, þú sannreynir tölurnar. ??? hvernig?
7. Þú finnur raunverulegar eftirstöðvar með því að taka upprunalegan höfuðstól og framreikna miðað við uprunalega vísitölu og vísitölu dagsins í dag. Síðan reiknast á þá tölu nafnvextir þeir sem getið er um í láninu. Þá hefur þú raunverulegt verðgildi upphaflega höfuðstólsins miðað við verðbólguþróun á greiðslutímanum.
8. Frá þessari tölu, þ.e. raunverulegt verðgildi upprunanlegs höfuðstóls, dregur þú samtölu allra innborgana (höfuðstóll / vexti og alla "verðbótaþættina") og þá húlla ha!!! hefur þú sannreynt jöfnuna (reiknilíkanið) og eftir stendur "Uppreiknaðar eftirstöðvar lánsins.
9. Verulegar líkur eru á því að þessi tala sé mun lægri en sú tala sem stendur á útskrift bankans. Til að finna hversu mikið þú hefur ofgreitt á greiðslutímanum dregur þú raunverulegt verðgildi eftirstöðva lánsin frá þeim eftirstöðvum sem koma fram á útskrift bankans.
10. Þú heimsækir bankann þinn og óskar eftir leiðréttingu á láni þínu í samræmi við raungildi og skilmálabreytingum (þetta atriði getur þú fengið aðstoð með þegar að því kemur).
Þetta er nú orðið annsi langur texti en ef þetta getur sparað þér og börnum þínum eitthvað á milli 6 og 600 miljónir króna er vel þess virði að gefa sér góðan tíma í að skoða þetta.
Smá samviskuspurningar í lokin:
Fékkst þú nákvæmar upplýsingar frá bankanum þínum um það lán og skilmála þess sem þú settir nafn þitt undir?
Gekk lánafulltrúi bankans raunverulega úr skugga með það að þú skildir hvað þú skrifaðir undir?
Er sú greiðsluáætlun sem þú settir nafn þitt undir við töku láns í einhverju samræmi við raunverulega greiðslusögu?
Gangi þér vel!
Flokkur: Afnám skulda | 24.2.2009 | 15:56 (breytt 25.2.2009 kl. 09:37) | Facebook