23.1.2009 | 00:07
Orka framtíđarinnar
Ég er búinn ađ vera niđri á Austurvelli í kvöld í sannkallađri Ţjóđhátíđarstemmningu.
Allir voru kátir og í góđum gír í kvöld. Fólk heilsađi lögreglunni sem og öđrum. Kona á sextugsaldri tók sér stöđu međ óeirđalögreglunni og fylgdist međ mótmćlendum. Ungt fólk međ andlitin hulin var međ hávađa og viđstaddir vinsamlegast bentu ţeim á hvernig kvöldiđ skildi vera. Unga fólkiđ tók ţví vel, sýndi andlit sín og fór ađ kyrja "Vanhćf Ríkisstjórn" međ ungum og öldnum.
Einhver góđur mađur lánađi mér pottlok til ađ framleiđa hávađa međ fólkinu. Ég barđi pottlokiđ og kyrjađi međ. Merkilega mikil útrás ađ"bonga" pottlok klukkutímum saman međ mörghundruđ manns.
Ég rćddi viđ lögreglumenn og voru ţeir allir ţakklátir fólkinu ađ snúa blađinu viđ og láta reiđina ekki bitna á ţeim. Vćntanlega langţreyttir ţví mér skilst ađ ţeir hafi stađiđ aukavaktir auk venjulegra vakta ţessa viku. Einn sagđi mér ađ hann hafi ekki séđ börnin sín í ţrjá daga. Vona ég ađ nú fái ţessir menn og konur ađ snúa til síns eđlilega lífs.
Seinna um kvöldiđ var óeirđalögreglan horfin sjónum. Ţađ var orđiđ miklu léttara yfir fólki og engin ógn eđa spenna í loftinu. Fólkiđ var dansandi og kyrjandi međ bros á vor. Einstaka lögreglumenn gengu um svćđiđ en almennt var bara banastuđ.
Ég skora á sófamótmćlendur ađ fara á Austurvöll og taka ţátt. Ţótt ţađ vćri ekki nema í klukkustund. Slá á pottlok eđa Macintosh dollu. Finna andann og ţá feiknamiklu samstöđu sem ţarna er. Ef Ríkisstjórn gćti veriđ fluga á vegg og upplifađ ţetta myndu ţeir játa sig sigrađa. Ţarna er lýđrćđiđ ljóslifandi. Ţarna er orka framtíđarinnar.
Appelsínugul mótmćli | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Kíkti í hádeginu ţađ var fámennt en hámennt.
Datt í hug hvort framtíđ lýđrćđis verđi ekki svipađ og ţegar viđ kjósum Júróvisjón. Viđ höfum tćknina.
Hver og einn fćr sinn kosningalykil (eins og bankalykil í einkabanka) svo er alţingisrás međ kjörna málsvara, ţ.e. fólk sem fjallar um málefnin og kynnir ţau. Enginn flokkspólitíkusarspilling. Menn geta líka skeggrćtt málin og birt yfirlýsingar á blogginu og svo einu sinni í viku, eitthvert kvöldiđ, er kosningakvöld.
Allir sem vilja (og eru yfir 18) geta kosiđ. "49.000 greiddu já, 32.000 greiddu nei, 129.000 sátu hjá.
Ransu, 23.1.2009 kl. 00:41
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.