Gas á Gaza

Skildi þetta ömurlega hernaðarbrölt Ísraela hafa einhvern tilgang?

Ég hef alltaf talið að þessi heift sé tilkomin vegna trúar?

Gæti það verið að Ísraelar sjá einhvern pening og hag í því að koma Palestínumönnum til hliðar.

Það hangir meira á spýtunni.

Árið 2000 boraði BG (Breska Gasfélagið) tvær tilraunaholur, Marine Gaza 1 og Marine Gaza 2. BG áætlar að þarna séu um  39 milljarðar rúmmetra af gasi, (1.4 trillion cubic feet), að verðmæti um 514.840.000.000 króna (4 billion dollars). Þetta eru opinberar tilölur frá  British Gas. Stærð Palestínska gassvæðissins gæti verið miklu meira. 

60% af öllu gasi undan strönd Ísraels/Gaza er talið vera á löglegu yfirráðasvæði Palestínu.

Ég er nánast pottþéttur að stríðið... afsakið, valdníðslan stendur um yfirráð þessara auðlinda.

Ég hef ekkert heyrt um þetta frá innlendum fréttamiðlum annað en að Ísaelar séu að sprengja, og ótrúlega mikill dofi sé yfir ráðmönnum annarra ríkja.  Bandaríkin selja þeim vopn, og gasþurfa ríki líta til hliðar.

Er það hugsanlegt að engin þessara ríkja vilji að "Hryðjuverkamenn" hafi yfirráð bæði yfir svo miklu gasi, og þannig aðgang í fjármagn til uppbyggingar samfélags?

 

 Skora á þig að googla þetta og kynnast alvörunni.

Meira um málið á netinu:

http://www.globalresearch.ca/index.php?context=va&aid=11680

http://www.jpost.com/servlet/Satellite?cid=1183459207651&pagename=JPost%2FJPArticle%2FShowFull

http://www.independent.co.uk/news/business/news/sharon-vetoes-british-gas-deal-to-supply-israel-with-natural-gas-536350.html

 


mbl.is Hörðustu árásir á Gasaborg til þessa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband