Framtíðarfrétt: Mótmælum Ráðherra hætt

Mótmælendur áður en uppúr sauðMótmælaaðgerðum ráðherra hefur nú verið hætt í Ráðherrabústaðnum en mótmælendur gerðu samkomulag við lögreglu um að þeir mættu ganga frá bústaðnum og heim til sín. Áður hafði komið til átaka þegar mótmælendur reyndu að fara út fyrir skilgreint öryggissvæði lögreglunnar framan við húsið.

Mótmælendur söfnuðust saman um klukkan 8:45 í Ráðherrabústaðnum og hófu þar  ríkisstjórnarfund. Lögregla var með mikinn viðbúnað og er áætlað að 60-70 lögreglumenn hafi verið utan við Ráðherrabústaðinn. 

Um 10 mótmælendur voru í Ráðherrabústaðnum þegar mest var og hrópuðu þeir slagorð og kröfðust þess að fá að nýðast á þjóðinni.

Nokkrir úr hópnum reyndu nokkrum sinnum að fara út fyrir öryggissvæði, sem lögreglan hafði skilgreint framan við húsið. Lögreglumenn tóku á móti og kom til nokkurra stympinga. Í kjölfarið gerði talsmaður mótmælenda samkomulag við lögreglu um að mótmælunum yrði hætt ef hópurinn mætti ganga þegjandi heim og gekk það eftir.


mbl.is Mótmælum hætt á Tjarnargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Haha, þú segir nokkuð :)

Kusum við ekki fólkið til þess að níðast á okkur? Hvað með þá sem komu þessu í kring, Finn Ingólfs, Halldór Ásgríms, Davíð Oddsson... æi já, það er víst verið að kjöldraga þennan síðastnefnda.

Lifi byltingin.

Rúnar Þór Þórarinsson, 16.12.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband