12.12.2008 | 21:19
Vírus herjar á tölvur
Um 90% notendur tölva eiga í stríði við vírus sem þróaður hefur verið með fyrir augum að koma í veg fyrir notkun svo sem vinnu.
Vírusinn kallast Vista og dreifir sér með því að látast vera besta stýrkerfi í heimi.
Þegar kveikt er á tölvu með Vista vírusinn er reynt að ginna fólk til að smella á alls kyns tengla. Þegar fólk gerir það, alla vega reynir að gera það er það beðið um að hala niður nýjustu útgáfunni af Windows Vista Service Pack. Ef það er gert stækkar vírusinn og hertekur tölvuna frekar.
Samkvæmt því er segir í frétt BBC segja sérfræðingar í tölvuvírusvörnum að tvær leiðir séu fyrir Vista til að ná stjórninni. Í annan stað bíður hann þess að notandinn geri eitthvað í tölvunni og leggur ekkert á minnið, hvorki upplýsingar né það sem slegið er á lyklaborðið. Hins vegar neitar hann að nota minni tölvunnar, og ruglar síðan öllu sem notandinn kann að vera með í tölvunni frá því hann keypti hana.
Vírusinn sem herjar á tölvunotendur er einungis síðasta dæmið af mörgum um það hvernig tölvuþrjótar reyna að hagnýta sér tölvunotendur í auðgunarskyni. Þannig var XP-vírusinn, fyrirrennari þessa sama vírusar í ágúst fyrr á árinu. Sérfræðingar segja að tölvunotendur sé síður á varðbergi gagnvart vírusum dulbúnum sem stýrikerfum.
Forráðamenn heimilistölva hafa ekki gefið upp hversu margir notenda tækninnar hafi orðið fyrir barðinu á vírus þessum en sagt að það sé því miður mikill fjöldi notenda. Upplýsingar eru komnar inn á veraldarvefinn um það hvernig bregðast skuli við verði fólk vart við vírusinn.
Vírusvarnarforritin Ubuntu, Suse og Red Hat eyða öll Vista vírusnum í eitt skipti fyrir öll.
Flokkur: Fréttahringl | Breytt s.d. kl. 21:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.