3.12.2008 | 15:11
Geir heimsótti Íslenska hermenn í Seðlabankanum
Geir Haarde og Björn Bjarnason, varnarmálaráðherra, heimsóttu í gær Íslenska hermenn í Seðlabankanum og dvöldu í herbúðum þeirra í nótt. Ekki var skýrt frá heimsókninni fyrr en í dag þegar Geir og Björn voru farnir frá bankanum.
Í tilkynningu frá Íslenska varnarmálaráðuneytinu kemur fram að tvímenningarnir fóru til Armadrillo herbúðanna í suðvesturandyri Seðlabankans á mánudag. Þeir sváfu í svefnpokum í búðunum og snæddu egg í mötuneytinu með hermönnunum.
Þá heimsóttu Geir og Björn tvær aðrar herbúðir og áttu viðræður við Davíð Oddsson, seðlabankastjóra, og fleiri embættismenn á svæðinu.
Ráðuneytið segir, að Geir og Björn hafi viljað kynna sér aðbúnað hermannanna og þakka þeim fyrir framlag þeirra við að koma á stöðugleika á Íslandi.
Um 700 íslenskir hermenn eru nú í Seðlabankanum, flestir á fjórðu hæðinni undir stjórn Davíðs.
Danaprins heimsótti danska hermenn í Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fréttahringl | Breytt 4.12.2008 kl. 12:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.