Hermann gerði sér upp fjárnám

Skuldarinn Hermann hefur gengið til liðs við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hermanni var gefið nafn sitt við athöfn í gær og hann kynntur fyrir samstarfsfólki. Nafnið fékk hann vegna eiginleikanna, hann er hermir.

„Þetta er bylting í kennslu viðskiptafræðinema. Fólk fær tækifæri til að æfa sig á sýndarskuldara og læra af mistökum sínum áður en það fer út á stofnanir,“ segir Þóranna Elín Dietz, skrifstofustjóri. Hægt er að gera Hermanni upp hvaða aðstæður sem er. Í tilefni dagsins fór hann í fjárnám og kvartaði sáran undan hækkunum vaxta og verðbóta.


mbl.is Hermann gerði sér upp hjartastopp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilldar athugasemd. Þú bjargaðir deginum.

Elvar (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Lilja Ingimundardóttir

hahahaha ... þessi var góður

Kveðja frá nema í viðskiptafræðideild HÍ.

Lilja Ingimundardóttir, 3.12.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband