Áfram Microsoft!!

Verð að viðurkenna að ég get ekki í augnblikinu áttað mig á því hvernig jólasveinn með gerfigreind og er ætlað að ræða við BÖRN um jólagjafir, hefur orð eins og "munnmök" í orðasafni sínu og tengir pizzuát við kynlífsathafnir.

Kannski er tækni Microsoft svo takmörkuð að þeir geta ekki útilokað dónaleg orð úr orðabókinni.  Nóg virðast þeir nú geta útilokað úr Windows stýrikerfinu nýja.

Jóli fær þó að eiga það að þótt honum fyndist gaman að ræða um munnmök þá vildi hann helst ekki ræða þessi mál. 

Ef þetta er ekki bara í anda Bill og nördasafnsins. Enn einn naglinn í kistu þeirra.


mbl.is Dónalegur tölvujólasveinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Billi rúlar!

Brjánn Guðjónsson, 9.12.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband