Ef tölvan væri bíll...

Væri það þá svona??

 

Keypti mér stýrikerfi í bílinn minn um daginn, nýjasta Rúðos.

Ferlega flott þegar ég var að skoða bíl með þessu stýrikerfi í umboðinu.

En það ver ekki alveg það sama þegar ég var búinn að taka við bílnum með nýja uppfærða stýrikerfinu.

Þegar ég setti í gang, þá kveiknaði á öllu, heyri vélahljóð, sá öll stjórntæki fyrir framan mig, flautan, rúðuþurrkustöngina, ljósarofana, útvarpið, en ekkert virkaði. Gat bara snúið stýrinu. Það var ekki fyrr en um múnútu eftir að ég ræsti bílinn að hlutirnir fóru að virka. Ég setti í gír og ætlaði af stað, og þá tóku við einhverjar 15 sekúndur þar til hann hreyfði sig, en þegar það var komið var eðlilegt og ég brunaði með fjölskylduna niður í bæ.

Við kveiktum á útvarpinu, en þá kom upp athugasemd : Hátalararnir styðja ekki þessa nýju útgáfu af útvarpi.

Ég varð að uppfæra hátalarana. Og að sjálfsögðu stoppaði ég, drap á bílnum og setti í gang á ný. Tók rúma mínútu að fara í gang á ný.

Þegar útvarpið og hátalarar fóru að virka var ekið af stað út í snjókomuna og ég kveikti á rúðuþurrkunum. “Það er komin ný útgáfa af rúðuþurrkum!!! Viltu uppfæra??”

Auðvitað. Ég ók með takmörkuðu skyggni meðan rúðuþurrkurnar uppfærðust, en varð svo að stoppa, drepa á bílnum og endurræsa. En þá voru nýju þurrkurnar komnar og frábært.

 

Eftir þessi stopp var orðið soldið kalt í bílnum og ég kveikti á miðstöðinni. “Þú ætlar að kveikja á miðstöðinni. Viltu framkvæma þessa skipun? Ýttu á já til að halda áfram, nei til að hætta við”

Auðvitað já, og miðstöðin rauk á fullan blástur. Eftir smá tíma var orðið mjög heitt í bílnum og ég vildi lækka hitann á miðstöðinni.

“Þú hefur ekki leyfi til að framkvæma þesa skipun. Hafðu samband við Administratorinn þinn”


Ég ætlaði þá að opna hliðarrúðu en fann enga takka til þess. Googlaði og fann út að það fylgdu þessari útgáfu ekki hnappar til að opna og loka hliðarrúðum. Þeir væru til sölu í umboðinu. En við vorum á rúntinum og mjög heitt, svo við redduðum okkur öðrum hnöppum ókeypis. Það tók hellings tíma að koma þeim fyrir og þeir virkuðu ekki almennilega. Ekki hægt að opna afturí og það slökknaði á öllum hnöppunum þegar farþegaglugganum frammí var lokað. Svo vantaði drivera og fleira. En það hafðist, og ég gat alla vega opnað og lokað hliðarrúðunni hjá mér.

 

Svo fór ég að vilja skipta um útvarpsstöð. Nei. Það er bara hægt í nýju útgáfunni, Útvarp 10. Þar getur þú líka hækkað og lækkað.

 

Ég slökkti því á útvarpinu. En það sem eftir var af ferðinni kveikti það alltaf á sér aftur og spilaði auglýsingar.

 

Svo skyndilega, með allt í gangi á góðri ferð á Kringlumýrabrautinni, frýs allt. Ekkert hægt að gera, allt stopp. Gat hreyft stýrið, en allt annað var frosið.

Ég drap á með lyklinum. Ekkert gerðist. Ég snéri lyklinum mörgu sinnum án árangurs. Að lokum varð ég að fara út, opna húddið og taka úr sambandi þar.

Þegar bíllinn fór á gang aftur eftir langa bið poppaði upp viðvörun. Bremsu-driverinn er týndur. viltu innstalla af götunni eða af CD, eða láta stýrikerfið leita?

Stýrikerfið leita, takk.

Eftir langa bið þar sem 2 min remaining tók 6 mínútur kom skipun um að endurræsa bílinn. Ég gerði það og hann fór í gang.

Líklega hef ég klúðrað einhverju þegar ég var að bauka með hliðarrúðudriverana.

Að lokum gat ég ekið heim, en þá var bíllinn orðinn verulega þungur og hægur. Mjög erfitt að beygja og hann var ekkert sprækur, bara hundlatur.

Ég skannaði bílinn og sá strax að þetta stafaði af því að bíllinn var orðinn fullur af fólki sem ég þekki ekki neitt. Sat út um allan bíl og hlustaði og skráði allt sem ég sagði og gerði. Skráði niður leiðina sem ég ók og hve hratt. Ég rak þetta lið allt út og ók svo af stað.

Á næstu umferðaljósum var komið annað eins af liði. Eftir mikla skoðun kom í ljós að þetta lið tróð sér í gegnum skottið og ég neyddist til að fá mér mann í vinnu, sem sá um að henda þessum laumufarþegum út jafnóðum og þeir birtust. Varð samt að sýna honum mynd af konunni minni og barni svo hann henti þeim ekki út líka.


Og þegar ég drap á bílnum þegar ég kom heim, tók það um mínútu.

Ég ýtti á Start, þá fékk ég að ýta á Drepa á.

Þá gat ég valið um:

Skipta um ökumann, Drepa á, Endurræsa, Leggja í dvala eða Skilja eftir í hlutlausum

 

Ég valdi "Drepa á"

"Aðvörun!! Hliðarrúða hefur færst. Viltu vista stillingar?"

 Nei

"Aðvörun!! Hliðarrúða svarar ekki. Verður lokað sjálfvirkt"

og þá loks kom

“Bíllinn er að undirbúa það að drepa á sér”

og eins og ég væri búinn að gleyma því

“Bíllinn er að drepa á sér”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"rúllandiágólfinuhlæjandiafmérbossann" Ef þetta er ekki það fyndnasta sem ég hef lesið lengi  Nákvæmar lýsingar á tölvuhelv***** mínu! Og nú barasta er ég búin að ákveða Linux í næstu tölvu því skrattinn er að því kominn að gefa upp öndina. 

Annars gaman að sjá líf í þér.  Hitti konu og barn í gær.  Mega dúlla hann Heiðar Darri

kveðja,
Bára

Bára (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 18:28

2 identicon

mæli með linux í bílinn ;)

protonus (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 13:04

3 identicon

er með linux í minni tölvu og hún hefur malað eins og ánægður köttur í mjúku og heitu bæli síðann og miklu hraðari að gera hluti ,alldrei frosið ;) bara æði

protonus (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 13:08

4 identicon

Frábær pistill:)

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband