5.12.2007 | 11:43
Þræll eða sæll??
Microsoft eru með samninga við tölvuframleiðendur um að selja aðeins Microsoft stýrikerfi með framleiðslu sinni og hafa náð 92% af markaði á móti 0,8% Linux.
Neytendur eru fastir í klóm Microsoft. Fyrirtæki og einstaklingar reiða sig á að allt virki, og hvað gerist?
En eftir tæp 30 ár er Microsoft ennþá með meingallað stýrikerfi sem bíður þér upp á Control, Alt, Delete þegar allt fer til fj**dans.
Þess vegna kýs ég Linux og meðfylgjandi. Allt frítt og öllum opið. Ekkert ólöglegt afrit, og mér frjálst að styrkja framleiðendur ef mér líkar kerfið.
Sem dæmi um mun á Windows og Linux má benda á þessa síðu
http://en.wikipedia.org/wiki/Comparison_of_Windows_and_Linux
Þar stendur um öryggi (Securty):
Windows: Viruses have been written for Windows, many thousand have been propagated. Users are advised to install and run anti-virus programs. Rootkits and worms are also prevalent,and may be combined with viruses, in order to further increase propagation.
Linux: File viruses have been written for Linux, none have yet propagated successfully[53][54][55][56] There are, however, so-called worms that infect Linux machines[57]. However, only one has achieved limited propagation.
Með öðrum orðum, enginn alvöru ógn af vírusum meðan þú notar Linux.
Einnig er nefnt að 11000 spyware/malware prógröm fundust árið 2005 sem herja á Windows, meðan aðeins 800 hafa sést á öllum líftíma Linux.
Skora á ykkur að kynna ykkur til dæmis Ubuntu (www.ubuntu.org), KDE eða önnur frí Linux stýrikerfi og slíta ykkur frá þrælahaldaranum Microsoft sem plokkar af ykkur fé í endalausu stríði ykkar við gallað stýrikerfi með 30 ára gamalt vandamál.
Af hverju þræll þegar það kostar ekkert að vera sæll??
Microsoft hættir að nota afritunarvörn í Vista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Windows er einokun, gott hjá þér að nota Linux. En við erum sælir þrælar, mestan vinnutímann erum við að þræla fyrir ríkisstjórnina, sem notar svo féð af gríðarlegri skynsemi, til dæmis, til að deyða saklausan almenning í stríðum sem aldrei hefði átt að há.
allir menn eiga að vera frjálsir.... en flestir nenna því ekki.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 11:55
Ég held bara áfram að not min Makka
Birgir Þór Bragason, 5.12.2007 kl. 13:10
úps - nota minn Makka
Birgir Þór Bragason, 5.12.2007 kl. 13:10
jamm ,nota linux líka er með ubuntu 7.10 upp settann í báðum mínum tölvum og langar ekki einu sinni að fá mér winblows aftur ,hef skoðað vista og finnst það ekkert spes ,fleiri fídusar í linuxnum mínum enn í eitthverju m$ drasli
Sigurjón (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 18:32
Ég held bara áfram að nota macan með leopard það er nú eina stýrikerfið sem info world gefur 10 í einkun "http://www.infoworld.com/article/07/11/21/47TC-osx-leopard-part1_1.html?sr=hotnews"
ólafur (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 20:29
Hmmm... á maður þá að fara að skipta tígrinum út fyrir hlébarðann? Ég skil ekki hvers vegna fólk er að nota Örmjúku Gluggana þegar Linux og OSX eru ódýrari, öruggari og hafa betra viðmót (OSX a.m.k.).
Villi Asgeirsson, 6.12.2007 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.