Mannamál

Hef soldið velt fyrir mér umræðunni um jafnrétti, og hvernig frumvarp um kynbundna titla geti reddað þessu öllu saman.

 

Mér sýnist flest umræða snúast um ójafnrétti, öðru nafni flokkun kynja. Það er flokkun í að titla karla herra og konur frúr. 

 

Lausnin felst í því að við erum öll menn.  Mannfólk, manneskjur, gjörvalt mannkyn eru menn.  Þá er einfaldast og jafnast að manna allt. 

 

Ingibjörg Sólrún verður Utanríkisráðsmaður, Geir Haarde verður Forsætisráðsmaður og svo framvegis.  Þá þarf ekki að eyða stórfé í að breyta titlum á borð við þingmenn, alþingismenn og svo framvegis.

Við höldum flestu óbreyttu. Lögreglumaður, glæpamaður, fréttamaður, starfsmaður.

Eignumst nokkur ný orð eins og strætivagnsstjórnarmaður, og Sóley Tómasdóttir gæti til dæmis titlað sig sem mannremba.

 

Og til að gæta jafnréttis verði ekki lengur rætt um konur og karla nema í kynfræðslutilgangi. Allir annað hvort berir að ofan eða í sundbolum í heita pottinum. Eða bara berrösuð. Við erum öll bara manneskjur.

 

Eitt launakerfi sem starfsmenn fá greitt eftir.  Ekki lengur rifist um hlutfall kynja í stjórnum, því við erum öll menn, og jöfn þar af leiðandi.

 

Hægt að loka 95% af verslunum í Smáralind og Kringlunni og útrýma þaðan stóru og sóðalegu kynjamisrétti hér á landi, úrval fatnaðar með tilliti til kynja.

 

Og til að ganga lengra og halda jafnrétti verður íþróttum ekki skipt niður milli kynja. Ekki alið á því óféti. Þá verður sem dæmi bara ein deild í fótbolta. Þar keppa fóltboltamenn af báðum kynjum, sem verður ekki rætt frekar í skjóli jafnréttis, og mannfólk verður valið í sín lið eftir líkamsgetu, því við erum öll bara menn.

Eins með hlaupaíþróttir og aflraunir.  Einn flokkur manna, og það er alltaf einhver maður sem vinnur.

 

Mönnum allt. Það er kerfi sem klikkar ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvernig væri að taka bara upp svona fjósamannabúninga á allt liðið eins og Maó gerði?

En svona á alvarlegri nótum held ég að þetta mál snúist dáldið mikið um misskilning. Þú segir í pistlinum: "Mér sýnist flest umræða snúast um ójafnrétti, öðru nafni flokkun kynja". Þetta endurspeglar einmitt grundvallarafstöðuna á bak við þessi ráðherrablábleikufrumvörp öll: Flokkun felur í sér ójafnrétti. En er það í rauninni þannig? Það er ég nefnilega alls ekki viss um.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband