Þrælanetið

Gafst upp í gærkvöldi.  Bill Gates og nördasafnið hans voru búnir að yfirtaka tölvuna mína endanlega.

Ég var orðinn notandi númer fimm, á eftir vírusvörnum, Spamvörnum, Windows update, og öllum hinum sísniffandi forritunum sem ég tek aldrei eftir.

Þegar ég fæ bréf með Gmail koma til hliðar auglýsingar um innihald bréfsins.  Einn félagi minn sendi mér póst þar sem lögreglan var nefnd. Allt í einu blasir við auglýsing um notaða lögreglubíla til sölu í Bandaríkjunum.

Einkalífið mitt er hverfandi.  Pósturinn er skannaður, allt sem ég skoða á netinu er skannað.  Allt morandi í litlum forritum sem taka stöðuna og mæla í mér hitann.

Ruslpóstur sem miðar að því sem ég skoða á netinu.  Ef ég skoða mikið af mótorhjólum, fæ ég mikið að mótorhjólaruslpósti.  Ef ég pæli mikið í kexi, fæ ég.... kex.

Þetta er bara ný tegund af þrælahaldi sem menn kalla svo skemmtilega Big Brother.   Alveg sama hvert þú lítur, þá ert þú fangi  manna sem troða í þig fordæmandi upplýsingum og auglýsingum sem henta. 

Californication á Skjá einum er sjónvarpsþáttur um alka sem er ástar- og kynlífsfíkill. 

Bold and Beautyful á Stöð 2 er sápuópera stútfull af sorg og drama og lygum og framhjáhaldi.

  Prison Brake er sjónvarpsþáttur um fanga sem eru alla daga að pæla í að flýja.

Lost er sjónvarpsþáttaröð, margir tugir þátta, um fólk sem er að berjast við vonda kalla á eyðieyju.

Fréttaefni fullt af kjaftæði.  Britney vill tvíbura og stór brjóst.  Hverjum ætti ekki að vera sama? 

 

Á sama tíma eru ráðamenn þessa lands að ræða forvarnir í enn eitt skiptið. 

Af hverju er Big Brother ekki að nota sniffandi þrælanetið sem forvörn? 

Það er löngu innprentað í okkur að besta forvörnin er jákvæð!!!

Skönnum netið og sendum öllu unga fólkinu auglýsingar um grænmeti og mjólkurdrykki.

Dælum yfir unglingana öllu sem lýsir góðri heilsu og hvernig fólk notar tilfinningar á réttan veg.  Dælum yfir þá hugmyndum um hvernig þau geta forðast þetta.  Hvetjum þau til að slökkva á tölvunni og læra að tala við foreldra sína.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband