Að sjálfsögðu vísað frá

Svandís rak þetta mál fyrir dómstóla vegna þess hún vildi veikja stoðir meirihlutans.  Hún var svarinn óvinur  Björns Inga og Vilhjálms og vildi að þeir segðu af sér til að fá stólinn þeirra og völd.

 Nú er þetta allt saman klappað og klárt.  Enginn þörf að bítast við Björn Inga, og Vilhjálmur er kominn í minnihluta.  Og nú þarf ekki dómsmál til að klekkja á fyrrverandi meirihluta,  og nú má heldur ekki láta dómsmál veikja stoðir núverandi meirihluta.  Það er bannað að taka menn af spena OR!!!

Svo á þjóðin eftir að gleyma þessu eins og öllu öðru.  

Þjóðin lætur alltaf traðka á sér.  Það er ekki einu sinni nauðsynlegt að kjósa fólk til valda.

Margrét Sverrisdóttir hætti með Frjálslyndum, en er samt fja*di frjálslynd þegar kemur að valdastólum. Menn kaupa atkvæði flokksbræðra í kosningum með loforðum um betri tíð, og færa sig í aðra flokka.  Og var Jón Sigurðsson kosinn í ráðherrasæti á sínum tíma?

Hvað varð um bræðralagið?  Að standa á sínu og sýna virðingu og traust?

Í mínum klúbbi er það svo að ef þú hótar að hætta, þá ertu sjálfkrafa hættur og kemst aldrei inn aftur.   

Hættu þessari meðvirkni og láttu stjórnmálamennina standa við sitt.    


mbl.is Orkuveitan vill vísa máli Svandísar frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Og var Jón Sigurðsson kosinn í ráðherrasæti á sínum tíma?"

 Hvað áttu við með þessu, mátti Jón Sigurðsson ekki vera ráðherra vegna þess að hann var ekki kjörinn á þing? Það er bara ekkert sem skyldar ráðherra til þess að vera kjörna á þing, enda eru þetta 2 aðskildir hlutir, framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið þó svo að venjan sé sú að þingmenn taki sér ráðherraembætti.

Bjarni (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 13:03

2 Smámynd: Haukur Baukur

Takk fyrir innleggið Bjarni, en ég er ekki alveg að átta mig á þessu.

Til hvers erum við að taka þátt í þessu ef það er bara venja að þingmenn taki sér ráðherraembætti.  Hef alltaf staðið í þeirri trú þegar ég kýs að mitt álit skipti máli.  Ég velji minn flokk og menn. 

Þá er væntanlega ekki nóg að kjósa minn mann, því hann gæti skipt um flokk, og ekki kjósa flokk því hann gæti skipt um mann.  Hmmm... 

Óska eftir stjórnmálafræðingi

Haukur Baukur, 29.10.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband