Villan í kerfinu

Þetta er ein af mörgum villum í hagkerfinu okkar. Það er órökrétt að lækka tryggingagjald þegar samfélagið hefur efni á að greiða það (í uppsveiflum og góðæri) en hækka í kreppum þegar atvinnuleysi er hátt og erfiðara að greiða það. Ég held að á meðan þetta er svona þá fellur minnstur kostnaður á atvinnulífið þegar trygginagjald er lágt og mest á ríkið sem þarf að grípa inn í í kreppum svo fólk fái atvinnuleysisbætur. Tryggingagjald ætti að haldast óbreytt og nýta á góðærið til að byggja upp neyðarsjóð sem nýtist samfélaginu á næsta atvinnuleysistímabili.
Atvinnurekendur þurfa bara að sætta sig við að þeir eru hluti af samfélaginu og þessum sameiginlega kostnaði.


mbl.is 300 stjórnendur skora á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband