14.5.2012 | 20:56
Seinir umsækjendur eða fljótfær atvinnurekandi
Hann er að mínu mati ansi bráður að byrja að kvarta í dag, fjórum dögum eftir að auglýsingin birtist og tíu dagar eftir af umsóknarfrestinum sem er til 24.maí. Réttara væri að virða rúma umhugsunartímann sem hann sjálfur setti en að gagnrýna tilvonandi starfsmenn sína.
Það má alveg bæta við að téðum atvinnurekanda er boðið að hitta 40 til 50 prjónakonur annað kvöld hér í Reykjanesbæ því þær langar að heyra meira um fyrirtækið og störfin sem að hans sögn hefur valdið honum vonbrigðum hve fáir sýna áhuga. Þessar konur mætti kalla sérhæft starfsfólk sem ætti vel við sem tilvonandi starfsfólk sem ódýrara væri að koma inn í saumastörfin vegna fyrri reynslu og áhugamála sinna.
Ég veit fyrir víst að Ágúst hefur fengið boðið frá þeim en hann sér ekki fært að mæta. Ætlar "kannski" að senda einhvern fyrir sig. Hvað segir það um áhyggjur hans og vonbrigði?
Mér finnst því líklegra að þetta fyrirtæki sé að nýta sér neikvæða umfjöllun til að auglýsa betur þessi sérhæfðu störf en að hann hafi áhyggjur af lundarfari Suðurnesjamanna.
http://vf.is/Frettir/52913/default.aspx
Lítil ásókn í laus störf á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverjar eru atvinnuleysisbæturnar og hver verða launun?
Borgar sig að sækja um?
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 22:21
Það er spurning. Hann lofar hærri launum en sem nemur atvinnuleysisbótum, vill samt ekki fara nánar út í það.
Það má sækja um og athuga það. Segja þá nei takk ef að launin eru ekki nógu há.
Haukur Baukur, 15.5.2012 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.