1.11.2010 | 23:47
Hnignun mannkyns
Það má alltaf búast við svona snilldarhugmyndum frá aðstandendum og stuðningsmönnum kanabis. Við erum sífelt að sjá fleiri og fleiri "góðar" hugmyndir sem styðja þennan málstað að reykja ólögleg vímuefni.
Á meðan einn hópurinn sýnir og segir hve kanabis sé hættulegt kemur annar með lofgjörð. En hvað er svona frábært við ólöglegt vímuefni sem sagt er að skaði mannskepnuna? Það slakar á notandanum.
Við lifum á öld tilfinningalegrar einangrunar og tvær síðustu kynslóðir eru hvað verst settar hvað það varðar. Þær hafa meðvitund um að eitthvað er að en geta ekki bent almennilega á það. Afi var hörkukarl sem sagði fátt og pabbi var eiginlega eins. Um leið og ég vil ekki haga mér og verða eins og þeir gömlu þá fer það bara einhvernveginn svoleiðis. Það er bara eitthvað ekki rétt. Mér er sagt að vera svona en mér líður ekki vel með það.
Hér kemur kanabis sterkt inn og hjálpar okkur að slaka á þegar við vitum ekki hvað er að. Kanabisáróðurinn hefur ekkert með lækningamátt eða heilsubót að gera. Fólk sem kann ekki á tilfinningarnar sínar vantar slökun og áfengi er bara ekki nógu gott til þess. Áfengi er til dæmis afleit leið til að stjórna reiði.
Og að lokum til þeirra sem fíla kanabis. Þetta er skyndilausn sem mun ná yfirhöndinni á þér einn daginn. Fáðu hjálp við að þekkja sjálfan þig fyrir alvöru og treysta á þig.
Ekki strá rottueitri á morgunmatinn af því einhver sagði að bragðið væri sætt.
Reykti marijúana í beinni útsendingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannleg Samskipti | Aukaflokkur: Pælingar | Breytt 2.11.2010 kl. 00:04 | Facebook
Athugasemdir
Carl Sagan neytti og var fylgjandi neyslu marijúana. Hann gaf út ritgerð undir nafninu "Mr. X".
En fólk hlustar víst á einhverja sauði á mogga blogginu. Þeir vita víst betur.
TT (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 01:45
Hmm. Svo þetta er ólöglegt fíkniefni sem skaðar mann. Það eru þín rök gegn kannabis. Og jú, þú giskar á að fólk noti þetta sem geðlyf, en það endi alltaf illa.
Þú fyrirgefur vonandi einfeldnina, en geturðu nokkuð verið skýrari? Þetta segir nefnilega engum neitt - nema hvað að þú veist að fólk segir kannabis vera vont og giskar svo eitthvað útíloftið byggt á því. Það væri einstaklega rökhvetjandi ef þú myndir, sem dæmi, útskýra hvernig kannabis skaðar mann, og bent á hversu mörg prósent neytenda "missi yfirhöndina" einsog þú orðar það, því það lítur út fyrir að þú reiknir með svona 90-95%. Kannski er það vitlaus hjá mér, vitlaust gisk útíloftið, en þá væri fínt að fá staðfestingu frá þér.
Afsakaðu forvitnina, en ég er því miður rökþyrstur.
Leifur Finnbogason, 2.11.2010 kl. 02:16
a) Allt það slæma sem kananbis gerir heilsu, gerir áfengi líka en í meira mæli um það eru til margar rannsóknir.
b) Ríkið og löggjafinn á ekki að vera barnfóstra fyrir fullorðið fólk, þegar á botnin er hvolft er fólk ekki að skaða neinn nema sjálft sig með slíkri neyslu.
Tóti (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.