29.1.2010 | 15:32
Bjart yfir landsliðinu, en ekki blaðamanninum
Hvers vegna í ósköpunum að minna okkur á tapleikinn á ólympíuleikunum? Hann hefur ekkert með leikinn á morgun að gera.
Það er merkilegt hvernig fréttamenn koma með neikvæðni að ástæðulausu inn í góðar fréttir. Er þetta landlæg meðvirkni að leyfa fólki ekki að vera bjartsýnt eða jákvætt nema upp að einhverju marki?
Ætla að fylgjast með fréttum næstu daga og horfa sérstaklega á hvernig fréttaritarar velja að velta upp neikvæðni þar sem hennar er ekki þörf.
Hvað morgudaginn varðar: ÁFRAM ÍSLAND!!!
Guðmundur: Getum unnið Frakkana á góðum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki endilega neikvæðni að hugsa um tapleikinn Í Peking. Það hægt að nýta þá reynslu til góðs.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.1.2010 kl. 18:17
Megum ekki gleyma einu, Frakkar koma sjóðheitir til leiks og ÆTLA sér að vinna Íslendinga. Þeir vilja komast alla leið, vinna ÞRENNUNA sem fáum liðum hefur tekist hingað til. Ef Frakkar vinna keppnina geta þeir titlað sig samtímis evrópu- ólympíu- og heimsmeistara. Ekki amalegur titill þar.
Doddi (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.