21.1.2010 | 11:39
Blinda eða siðblinda?
Það er vaknar hjá mér spurningin hvers vegna mál mótmælendanna sé komið inn á borð saksóknara, en ekki mál þeirra sem orsakað hafa ótrúlega skuldasöfnun síðustu ára.
Líklegasta skýringin er að hegðun mótmælendanna er svo augljós og augljóslega gegn valdstjórninni, að blindur maður gæti ekki misst af því. Það mál rennur því sína leið samkvæmt kerfinu.
En hvað skuldasafnarana varðar, þá má líkja því við blindu. Stærð skuldasöfnunarinnar er slík að enginn sér heildarmyndina ennþá. Það mun taka mörg ár að greiða úr því og finna út hver gerði hvað og hver skuldar hvað. Og á meðan skuldasafnaranir halda ótrauðir áfram verður ekkert auðvelt að rekja flókna slóð fjármálagjörninga. Á sama tíma er ég steinhissa á af hverju svo fáir taki sig til og stoppi skuldasafnarana. Við getum nefnilega gert það sjálf á löglegan hátt. Það má alveg skipta um yfirstjórnir banka, Jón Ásgeir má alveg hætta að eiga Haga, Pálmi Haralds þarf ekki alltaf að eiga flugfélag, og svo mætti lengi telja.
Því að meðan skuldasafnararnir halda áfram óbreyttum hætti, munu hlutirnir falla í sömu stafi.
"Á meðan brot hans leiða til ávinnings fyrir hann og hafa ekki þær afleiðingar að hann þurfi að gjalda fyrir þau með ástvinaslitum, sekt, fangelsisvist eða öðru sambærilegu, mun hann vafalítið halda uppteknum hætti."
Ef við breytum aðstæðunum og hegðun okkar þannig að þeim hömlulausu verði gert erfiðara fyrir og stoppa þá af, þá munu þeir bregðast illa við. En ef við stöndum saman með gott plan og stuðning þá munum við geta stöðvað þessa skuldasafnara.
Og ef þeir viðurkenna ekki misgjörðir, vankunnáttu, græðgi, eða nokkuð það sem hvetur þá áfram í sinni áráttu, og víkja til hliðar svo stoppa megi hömlulausa skuldasöfnun þeirra, þá getum við tekið okkur saman og dregið úr umsvifum þeirra. Ein besta leiðin er að snúa viðskiptunum annað. Þótt það sé ögn dýrara þá ertu ekki að moka peiningum í hömlulausa skuldasafnarana sem þarf að stoppa.
Skiptu um banka, verslaðu við kaupmanninn á horninu, fljúgðu með erlendu flugfélagi, gerðu bara eitthvað annað en að versla við hömlulausu skuldasafnarana.
Þú ræður í hvaða verslanir og þjónustu peningarnir þínir fara
Mál mótmælenda þingfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Pælingar | Aukaflokkur: Skuldaaflausn | Breytt s.d. kl. 13:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.