15.1.2010 | 09:18
Avatar fær athygli
Þessi stórgóða mynd James Cameron hefur sannarlega slegið í gegn. En hún vekur athygli fyrir fleira en tæknibrellur. Til dæmis þessi merkilega sölumennska, að geyma kynlífsatriðin þar til á DVD.
Einnig hef ég lesið að einhverjir telji að boðskapur myndarinnar sé að hvíti maðurinn sé tæknilegur og snjall hernaðarlega, en litað fólk sé íþróttamannslegt og andlega þenkjandi. Þeir virðast halda að tækni og yfirburða herkænska sé málið.
En það nýjasta er best. Það las ég á Pressunni
Stórmyndin Avatar hefur kallað fram svo djúp viðbrögð hjá fólki að mörg dæmi eru um að þunglyndiseinkenna verður vart hjá fólki eftir að hafa horft á myndina. Hjá sumum eru áhrifin svo mikil að þau íhuga sjálfsmorð.
Á aðdáandasíðunni Avatar Forums hefur verið stofnaður umræðuþráður um hvernig fást eigi við þunglyndi eftir myndina. Yfir eitt þúsund manns hafa tekið þátt í umræðunni og reynsla þeirra er sú sama, þau eiga öll erfitt með að höndla lífið á jörðinni eftir að hafa séð Avatar í bíó.
Þetta eru ótrúlega sterk viðbrögð, og vonandi velur fólk að standa saman og bæta veröldina okkar, ekki fremja sjálfsmorð.
Von á djarfari útgáfu af Avatar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.