11.1.2010 | 11:14
Alhæfingar og ótti?
Björn Valur er sjálfsagt góður drengur, en ég get ekki annað en brosað eftir að hafa lesið alhæfingabloggið hans.
" Ekkert þessu líkt er að finna í öllum þeim gögnum sem Alþingi hefur borist frá fjölmörgum aðilum við umfjöllun málsins"
segir sjómaður síðan 1975 sem gefið hefur út fjölmarga geisladiska með eigin lögum og annarra og haldið fjölda tónleika víða um land.
Alþingismaður Norðausturlands síðan 2009 (Vg.), nefnir ekkert um heildargreiðslur eða greiðslubyrði, hvorki í besta né versta falli. Ekkert nefnt að eignaréttur okkar til auðlinda okkar hafi vantað í nýju ICSSAVE lögunum sem forsetinn hafnaði, og færði okkur til samþykktar. Björn Valur bendir á að ef við "kaupum" okkur vellíðan núna í formi ICESAVE skuldbindinga, gætum orðið hamingjusöm í síðasta lagi árið 2040. Þetta hefur engin áhrif á komandi kynslóðir. Það er góði díllinn.
Björn Valur, umsjónarmaður með fyrsta stigs námi við Stýrimannaskóla til margra ára, virðist hafa áhyggjur af því að "svokallaðir sérfræðingar" velti yfir okkur rangfærslum, og gagnrýnislausir fjölmiðlar séu stjórnlausir, "ekki síst í komandi kosningabaráttu vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar."
Ef sannleikurinn væri sá að öll gögn bendi til betri tíma, og ekkert sé eins slæmt og við höldum, þá þyrfti Björn Valur ekki að óttast hátt fall í kosningabaráttu.
Hvað veldur áhyggjum ef það væri nóg að birta bara öll gögn sem innihalda ekkert slæmt :)
Björn Valur: Umræðan á villigötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enga samninga fyrr en þjóðin hefur sameinast um að fella Icesave og styrkir þannig stöðu sína gagnvart nýlenduveldunum.
ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !
Ísleifur Gíslason, 12.1.2010 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.