Siðblindu aparnir

Rock bottomEndalaust er hægt að vera siðblindur og uppfullur af sínum stórmerkilega veruleika sem er tilfinningadrifinn í spennufíkn.  Raunveruleiki spilafíkla er alls ekki eins og okkar.  Get alveg trúað því að Jón Ásgeir upplifi sig sem góðan gæja, eldkláran og útsmoginn fjármálagúrú.  Sjálfsagt hefur hann óbeit á okkur sem vitum ekkert og getum ekkert.  Það er hægt að bulla endalaust í ímynduðum heimi.

Ógreitt lán hér fær að vera í friði, meðan meiri peningum er veitt annað.  Spilafíkillinn sér ekki veruleikann því spennan villir honum sýn.  Þessir menn sjá ekkert skrítið við að Landsbankinn í Lúxemborg þurfi að afskrifa um 1,4 milljarða króna skuld McCarthy á sama tíma og hann situr á skrifstofunni þeirra með 2 milljarða í vasanum. 

Mikið ólán var þegar svo veruleikafyrtir menn uppgötvuðu heimskasta regluverk mannskepnunnar, nútíma hagkerfið og sýndarfé þess.


mbl.is Bjóða lítið í mikil verðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Hann var svo sannarlega veruleikafyrrtur. Þó hann hafi síðar fengiðnóbels verðlaun var hann samt geðklofa og mjög andlega veikur.

(Myndin Beautiful Mind fjallar um manninn og er víst mjög fegruð....)

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 11.1.2010 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband