8.1.2010 | 11:22
Höfum augun á þeim sem hentar ekki að við kjósum
Eftir lestur þessarar fréttar velti ég skilaboðunum fyrir mér.
Í fyrsta lagi er haldið fram að stjórnin segi af sér segi þjóðin nei. Hér er verið að höfða til samvisku kjósendanna. Vona að fólk forðist að taka ábyrgð á örlögum stjórnarinnar.
Einnig er tekið fram á vefnum norska "að ríkisstjórnin og Seðlabankinn leggi nú allt undir til þess að snúa almenningsálitinu í málinu á næstu tveimur mánuðum." Öll vinna ríkisstjórnar fram að þjóðaratkvæðagreiðslu verður hlutdræg kosningabarátta, sannfæringavinna með "Réttar" upplýsingar um orsakir og afleiðingar. Strax er byrjað að troða lögum um þessa einu þjóðaratkvæðagreiðslu í gegn á einum degi, í dag!! Áður en við áttum okkur verða komin lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir samkvæmt fréttinni að fólki þurfi aðeins að setjast niður og slaka á. Sem virðist góð hugmynd núna þegar búið er að hræra upp í tilfinningum fólks síðustu daga og vikur. En það er fyrst og fremst verið að letja okkur til að skoða málið sjálf. Ríkisstjórnin vill að við slöppum aðeins af, og svo verðum við mötuð á "Réttum" upplýsingum um orsakir og afleiðingar kosningarinnar.
Már spáir síðan fjármálalegum dómsdegi ef við samþykkjum ekki. "Icesave-samningarnir boði ekki endalokin fyrir Ísland, heldur verði það miklu alvarlegra ef fólk segi nei við Icesave."
Þetta er hræðsluáróður af bestu gerð.
Ekki slaka á. Höfum augun á þeim sem hentar ekki að við kjósum.
Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Mannleg Samskipti | Breytt s.d. kl. 11:36 | Facebook
Athugasemdir
Flott hja þer og satt , ekki mun af veita !! Nu verður staðið á móti hræðslu áróðurs maskinunni af fullum krafti og engin undanbrögð meir Nóg er buið að troða fólk upp af lygum Við segjum NEI ,NEI ,NEI ! ICESAVE SVEI !
Rangnh H. (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.