7.1.2010 | 14:33
Slökkvilið Ríkisstjórnarinnar
Af hverju þykist fólk skammast sín fyrir það að vera íslendingur þessa dagana? Er það af ótta við álit og valdbeitingu auðvaldsins, sem viðkomandi heldur að muni leggja okkur í þældóm næstu áratugi? Er það sami ótti og slökkvilið ríkisstjórnarinnar sýnir í fjölmiðlum?
Á sama hátt og vegfarandinn sem þykist skammast sín fyrir að vera íslendingur í dag, sýna aðrir með dramatískum hætti hvernig þeir eru orðnir fórnarlömb aðstæðna. Og vegna þess að orðum er beint að auðvaldinu erlenda, þá er nauðsynlegt að sýna mjög sterklega sína skoðun á málinu.
Það er ekkert auðvelt fyrir þjóð sem vanist hefur meðvirkni, að sjálfur forsetinn taki sig til og ruggi bátnum. Óttinn við álit og valdbeitingu auðvaldsins hefur náð að skyggja á þá staðreind að lög og reglur gildi um víða veröld. Á sama hátt eiga börn það til að sleppa því að leita til fóstrunar séu stóru börnin að þjarma að þeim. Óttinn við afleiðingar utan reglna eru yfirsterkari, óttinn við að verða útundan og einmana.
Þess vegna er ég ekkert hissa á því að Jóhanna forsætisráðherra tali í hverri ræðu um mikilvægi alþjóðasamfélagsins, stóru krakkana á leikvellinum.
En í dag finnst mér kominn tími til að skoða alla krakkana í leikskólanum. Hvaða börnum er hollt að leika með. Og í dag getum við vel greint hverjir það eru. Það eru þeir sem standa með okkur og láta í ljósi vanþóknun sína á meðferðinni.
Ef þú vilt bara leika við stóru krakkana sem hrekkja er skiljanlegt að þú veljir að verða undirlægja. Níð er kostnaður þeirrar vináttu.
![]() |
Árni Þór: Staðan þung |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.