Skuldafíkn?

Að stjórnvöld hafi meðvitundarleysi gagnvart þjóðinni minnir mig á nokkuð, skuldafíkn.

Skuldari lifir í vanmætti gagnvart fjármálum og er stjórnlaus í leit að lausnum. Margir dvelja einfaldlega í afneitun.  Skuldarinn hefur þá rörsýn og ranghugmynd að hann geti “reddað” heimilinu og skuldunum með skammtíma reddingum.  Hann skortir yfirsýn og sér aðeins hluta af vandanum.  Hann er í skömm og gerir allt sitt til að breiða yfir.  Vegna þess að hann er í skömm þorir hann ekki að koma upp á borð með lýgina og notast við það sem hann hefur til að “bjarga sér”.  Ræðir við félaga frekar enn þá sem ættu að vita af vandamálinu.  Hann stofnar til skulda án ábyrgða, því þær skuldir getur hann nálgast og nýtt  til að bjarga ástandinu án þess að heimilið viti af.  Hann stofnar til skulda í ábyrgð án vitundar heimilisins, og hann lýgur að ábyrgðarmanni um aðstæður.  Allt er gert til að fela skömmina og mistökin, og óheiðarleikinn verður öllu sterkari. Og því lengri tími sem líður verða atburðir, afleiðingar og skuldastaða verri.

Fyrir slíkan skuldara er þögnin er besta vopnið.  Skuldarinn forðast að tala um stöðuna og oftar en ekki lýgur hann til um stöðuna til að vernda sjálfan sig.  Fegrar ástandið.

Þessi skuldasöfnun er hömlulaus.  Viðkomandi upplifir sig í stjórnleysi og óttast framtíð og afkomu.

 

 Öll þessi grein og miklu meira á www.skuldlaus.wordpress.com


mbl.is Skuldabyrðin enn meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband