Fagleg vinnubrögð??

Svona orðaskipti eins og Ólína og Árni viðhöfðu í dag eru eitt af því forvitnislegasta í stjórnkerfinu okkar Íslendinga og það má að mínu mati ávalt mæla "andlega" stöðu mála og þreytu þingmanna á því hve snöggir og gjarnir þeir eru að falla niður í svona persónuleg skot.

Fólk sem kosið er á þing til að vinna fyrir hönd kjósenda sinna mun að öllum líkindum ávallt falla af og til í persónulegar skotgrafir í stað þess að færa eðlileg og vitræn rök fyrir málum sínum og frumvörpum. Það er þó á sama tíma jákvætt að vita að þingmenn og ráðherrar eru mannlegir og hafa tilfinningar. En tilfinningarnar eiga ekki að stýra samskiptum eða hindra eðlilegan framgang mála.

Að mínu mati þá þurfa þingmenn, og ráðherrar, að endurskoða sín mál og þiggja aðstoð ef þeir eru farnir að deila persónulega í pontu. Þau þurfa öll 63 að halda sig við fagleg vinnubrögð eins og staðan er í þjóðfélaginu. 


mbl.is Vildi hlífa Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband