Gengur illa að knésetja olíufurstann?

Þá er bara að meta lánshæfið upp á nýtt. 

Merkilegt að eitthvað fyrirtæki geti metið lánshæfi nú á dögum.  Það virðist enginn standa traustum fótum neins staðar og samt þykjast þeir geta metið lánshæfi. 

Fjármálaveröld okkar snýst um þetta eitt.  Allir stofni til skulda.  Allir komi með veð og ábyrgðir.  Allir borgi afborganir og vexti. 

Þetta þýðir að fyrir rest skulda allir öllum allt og enginn getur borgað neinum neitt.

Eiturslangan sem byrjaði að éta sjálfa sig er nú komin að því að kyngja síðasta bitanum.

snake-eating-itself-fail


mbl.is Fyrirtæki og bankar í Dubai í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Næstum, en ekki alveg:

Allir stofni til skulda.  Allir komi með veð og ábyrgðir.  Allir borgi afborganir og vexti. 

Rétt, en: Enginn framleiðir neitt.

Allt batteríið þarf nauðsynlega að fara á hausinn, sem almennilegast, til þess að vinsa burt þá sem framleiða ekkert.  Þeir eru bara að búa til loftbólu.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.12.2009 kl. 20:58

2 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Haukur þetta er góður punktur hjá þér:)

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 3.12.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband