Menntað fólk hefur meira vit...

20070805-001og er 25% líklegra til að fara betur með sjálfan sig.

Vísindamenn telja að vel menntaðar konur séu líklegri til að átta sig á heilsufarslegum ógnum sem geta steðjað að fjölskyldumeðlimum og bregðast við þeim.

Samkvæmt þessu getur minna menntað fólk síður áttað sig á heilsufarslegum ógnum.

Það er ekki flókið heilbrigðiskerfi, sem minna menntað fólk er illa upplýst um, sem tefur það við að leita lækninga.

Það er ekki kostnaðurinn, sem minna menntað fólk stendur ekki alltaf undir, sem minnkar ásókn í lækningar.

Það er ekki svona fréttir sem telur ómenntuðum trú um að það geti ekki tekið ákvarðanir og hugsað um sig og sína, og brýtur frekar niður sjálfsmat þeirra.

Það er bara venjulegur skortur á menntun.

Merkilegt


mbl.is Vel menntaðar konur lifa lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

goður eins og jafnan!kvitt.

Bjarni Harðarson, 6.10.2009 kl. 14:44

2 identicon

Það er ekkert kennt um skipulag heilbrigðiskerfisins í skólum (nema maður sé að læra hjúkrunafræði) svo ég sé ekki af hverju þú telur að menntaðir sé betur upplýstir um heilbrigðiskerfið en ómenntaðir??

Auk þess er kostnaður lækninsmeðferða að mestum hluta niðurgreiddur af ríkinu/tryggingum og félagsmálakerfið styður við þá sem geta ekki staðið undir kostnaði við veikindi. (Allavega í Svíþjóð, þar sem rannsóknin var gerð)

Til eru rannsóknir sem sýna fram á að ómenntaðir reykja (bæði sígó og kannabis) í meira mæli en menntaðir. Ég held að ómenntað fólk drekki og reyki meira en menntaðir, kaupi frekar skyndibitamat og hugsi verr um sig AÐ MEÐALTALI.

Þetta er bara náttúruval Darvins, sé ekki betur en að einn tilgangur sígaretta sé sá að láta heimska fólkið drepa sig sjálft, en einnig eru þær til þess að hið gáfaða fólk geti þekkt hvíta ruslið út úr fjöldanum ;)

Valdís (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 16:50

3 Smámynd: Haukur Baukur

Valdís, þetta hefur ekkert með menntun að gera, heldur sjálfsmynd og mat fólks á hvoru öðru. 

Þá finnst mér greinin gera lítið úr fólki sem hefur ekki alla þá menntun sem það vildi eða dreymdi um. 

Skilaboðin sem ég sé til þeirra er: Ekki nóg að þú hafir ekki næga menntun, heldur drepstu fyrr!!

Og svo birtist þú hér með afskaplega einlægan hroka.

" til þess að hið gáfaða fólk geti þekkt hvíta ruslið út úr fjöldanum ;)"

Haukur Baukur, 7.10.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband