Ímyndaður heimur betri en okkar?

Það er mjög merkilegt að ein kvikmynd nái að hrífa fólk svo mikið. James Cameron er ansi góður að hitta á það sem veröldin þarf.

Veröldin á Pandóru er mjög falleg og ómenguð, og sú hugmynd að allir séu tengdir, fólk, dýr og plöntur er mögnuð hugsun. Að þú getir tengt þig og fundið tilfinningu dýrs, og dýrið á móti, skapar ekki aðeins fallega veröld, heldur sýnir tengingu við umheiminn sem okkur dreymir um og þráum. 

Og ég held að það sé það sem fólk saknar þegar það vaknar upp í "raun"veröldinni.  Veröldinni þar sem flestir forðast að tjá tilfinningar og segja í staðinn "Allt gott" til að þurfa ekki deila sínum tilfinningum og taka þátt í tilfinningum annarra.

Þrátt fyrir morð, nauðganir, græðgi, farsóttir og jarðskjálfta, þá getum við myndað sömu tengingar og lífið á Pandóru.  Við getum sagt hvernig okkur líður og við getum hlustað á hvernig öðrum líður líka.  Og ef einhver er sorgmæddur þá er nóg að segja "æjj, líður þér illa?"  

Avatar er bara að sýna þér hvað þig langar í, betri tengingu.  Auðveldara líf þar sem allt og allir tengjast og finna til með þér.   

Þú ferð í þunglyndi þegar þú fattar að þú kannt ekki að tengjast öðrum.  En það þýðir ekki að þú getir það ekki né munir aldrei geta það.   Það þarf bara að þora, og æfa sig.

Byrjaðu að hlusta á tilfinningar fólksins, ekki hvað þau eru að segja.

 


mbl.is Þunglyndir í kjölfar Avatars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki séð Avatar, og því ekki kynnst þeim sýndarheimi sem þar er settur á svið.

Ég hef hins vegar setið á steini og starað á tré í Öskjuhlíðinni og furðað mig á þessari lífveru sem lifir öllu sínu lífi á sama stað, og deyr að lokum án mótþróa á sama stað.

Ég hef séð smágerð undrin í grassverðinum - agnarlítil blóm sem vart sjást með berum augum, og þá undraveröld sem þar hrærist.

Ég hef gripið snjókristalla í lófann og tekið eftir því að enginn þeirra er eins á sama tíma og milljörðum annarra snjókristalla sem enginn er eins hefur snjóað niður allt í kringum mig.

Ég hef horft út yfir sjóndeildarhringinn með hressandi kaldan vindinn í fangið og séð úfið veðurfarið og bólgin skýin fylgja hrjúfu landslaginu - ský sem engin eru eins, en samt þekkjanleg sem ský.

Ég gæti haldið áfram, en læt staðar numið. Veröldin sem við lifum í var þegar stórkostleg áður en Avatar varð til. Máske er myndin þörf áminning um endurmat og endurskoðun þeirra gilda sem við viljum bera vitni um.

Ég er ekki viss um að ég gæti hrifist mikið af kvikmyndinni Avatar utan þess að sjá í henni skammvinna dægrastyttingu.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 13:58

2 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Ég hef ekki heldur séð Avatar. En... þessi umræða kom upp í kaffitíma í vinnunni og var m.a. rætt um að sum staðar ætti að banna myndina. En ég spyr.  Afhverju gerir þetta fólk ekki eitthvað sjálft ef það vill búa í betri heimi? Ef þú vilt að heimurinn verði betri verður þú að byrja á að breyta þér í betri manneskju. Það þýðir ekki að liggja í þunglyndi og bíða eftir að EINHVER ANNAR geri hlutina fyrir þig.  Það þýðir heldur ekki að ganga í klaustur og lifa í einangruðum heimi. Fyrsta skrefið verður að liggja hjá manni sjálfum. Fara út og láta eitthvað smávegis gott af sér leiða. Og svo kannski að taka stærra skref næst.... og svo..

Og svo þarf líka að hlúa að þeim fallega heimi sem við búum nú þegar í. Vökva agnarsmáa blómið svo það nái að dafna.

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 22.1.2010 kl. 18:32

3 Smámynd: Haukur Baukur

Skemmtileg hugmynd, að banna myndina.  Best að vernda fólkið og tilfinningar þess.  Ekki rugga bátnum

Það er ekki hlaupið að því að stökkva til og breyta sér.  Þegar við höfum eitt allri ævinni í okkar persónulega veruleika, okkar upplifun á lífinu, þá eru mestar líkur á að við tökum honum sem sjálfsögðum óbreytilegum hlut.  Því verður sjokkið svo mikið þegar þú færð þessa upplifun í bíó og fellur aftur í sama gamla farið. Þunglyndið

Fæstir gera sér grein fyrir því hve auðvelt er að velja nýtt líf.  Hætta að þráhugsa hve vinnan er erfið og vond, hve makinn sé eða ekki.  Það er ekkert auðvelt að skipta um dagdrauma og væntingar, fara að hugsa um annan en þann sem veitir vanlíðan.

En breytingin hefst innra með okkur.

Haukur Baukur, 25.1.2010 kl. 13:29

4 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Sammála síðasta ræðumanni... Erfiðasta vi að skipta um dagdrauma er að stíga fyrsta skrefið. Síðan verða þau léttari eftir því sem þau verða fleiri

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 28.1.2010 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband