Opin fyrirspurn til Margeirs og MP banka

piggy-bank-on-money-md1Kæri Margeir og MP banki,

Ég er einn þeirra sem fæ pening útborgaðan um hver mánaðarmót, og langar ekki að setja hann í svartholin þrjú sem í boði eru þessa dagana. Mig sárvantar banka til að eiga viðskipti við.  Hvað þarftu marga viðskiptavini með launareikninga og sparnað til að amk eitt útibú standi undir sér?

Ég vil frekar ef illa fer, sjá eftir peningunum mínum til MP banka.

Bíð spenntur með veskið og sparibaukinn!!

Allir aðrir áhugasamir endilega setji nafn sitt í athugasemdir Smile


mbl.is Óttast áhlaup á Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sterlends

Mikið ofboðslega er ég sammála þér. Margeir P. er snillingur í mínum huga og nægjusamur maður. Engin græðgi í gangi. Er sjálfur í KB og er fastur þar. KB er algjörlega ömurlegur andskotans banki

Stefán Erlendsson

Garðabæ

sterlends, 6.4.2009 kl. 13:55

2 identicon

Haldið þið virkilega að MP sé í einhverri góðgerðarstarfsemi?  Auðvitað er það gróðavonin sem knýr hann áfram, ekkert annað.

Frú (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 14:22

4 Smámynd: Haukur Baukur

Takk Magnús,

Þetta bjargaði deginum

Haukur Baukur, 6.4.2009 kl. 20:25

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er  Inga Jessen "atvinnulausa konan" sem á heiðurinn af því að setja þetta video á mbl bloggið.  Það hafa fáir bloggarar gert töpuðum sparnaði eins góð skil og hún með eigin reynslusögum á blogginu sínu. 

Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki getið þessa í athugasemdinni sem ég lét þessa slóð fylgja með.

Magnús Sigurðsson, 7.4.2009 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband