Greiddu sig út í frelsið með dósasöfnun

dósir dósirSex íslenskum kreditkortaeigendum tókst að brjótast út í frelsi með því að greiða sig út úr skuld með dósasöfnun og öðrum heimtilbúnum verkefnum. Samskuldarar þeirra skýldu þeim á meðan þeir unnu við uppgreiðsluna. Þeim tókst á endanum að vinna sig niður í smáskuld sem þeim tókst svo að staðgreiða.

Auðvaldið hefur hins vegar haft hendur í hári mannanna. Skuldararnir segja að þeim hefði aldrei dottið í hug að þetta myndi takast. Í rauninni hafi þeir aðeins byrjað á þessu til að drepa tímann.

Í nýrri skýrslu íslenskra yfirvalda er að finna yfir 20 ábendingar um úrbætur, sem er ætlað að efla öryggisgæsluna í fjármálakerfinu.

Farið er yfir það hvernig skuldurunum tókst að sleppa út í frelsið sl. sumar.

Þar segir m.a. að rannsakendurnir geti sæst á það að skuldarnir, sem sluppu, hafi getað blekkt nokkra gjaldkera. Hins vegar geti þeir ekki sætt sig við það að heill hópur skuldara hafi náð að blekkja a.m.k. 87 starfsmenn lánastofnunarinnar, og hluti skuldaranna hafi svo náð að greiða upp skuldir.


mbl.is Grófu sig út í frelsið með naglaklippum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband