Þægilegt að hata

Það er nokkuð ljóst að kerfið sem Davíð tók þátt í að hanna virkar ekki, en Davíð er ekki sá sem notfærir sér það í dag.  Það eru fjármálafyrirtækin.  Samt hötum við Davíð.  Það er reyndar merkilegt hve fólki tekst að hata Davíð.  Ég þekki fólk sem hatar Davíð af því allir virðast hata Davíð.  Settir eru fram langir listar af afglöpum sem teljast næg ástæða til þess að hann víkji.

Ef settur er fram listi þar sem sýnt er fram á hve miklir þrjótar bankarnir eru, munum við þá krefjast þess að þeir loki?  Ef sýnt er fram á að bílalán séu þjófnaður munum við berja potta og pönnur fyrir utan SP Fjármögnun?

Ég held að fólki finnist bara þægilegt að hata Davíð.  Fólk er hrætt við það sem það hatar í alvörunni, þ.e. bankana, því þeir hafa á okkur tak.  Hóta að taka allt ef við borgum ekki uppsett verð, jafnvel þótt við vitum að það sé illska fjármálastofnanna að græða sem mest núna, forða fé, einkavæða, redda peningnum, þá hötum við bara Davíð.

Þetta er jafn skrítið og að hata bílaframleiðendur sem framleiða bíl sem hægt er að aka yfir löglegum hámarkshraða, en vera svo kammó og næs við ökuníðínginn sem síendurtekið ekur yfir fjölskyldur og stingur af. Við erum góð við ökuníðínginn sem sýnir enga iðrun og neitar að bæta sig. Ekki einu sinni aka hægar.

Beinum hatri okkar og reiði til þeirra sem eru að aka yfir okkur og stinga af á hverjum degi, þ.e. bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum.  

*Ekki láta reiðina bitna persónulega á starfsfólkinu.  Förum að sniðganga banka eins vel og mikið og við getum.  Notum reiðufé, leggjum kreditkortum, biðjum um launin okkar í peningum, lesum allt smáa letrið, forðumst að taka lán og yfirdrætti.


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband