Vorum víst fær um að bjarga kerfinu!!

Ég leyfi mér að segja það að við vorum víst fær um að bjarga kerfinu, og höfðum nægan tíma.  Því miður voru viðvaranir oft nefndar samsæriskenningar og ég ásamt mörgum tók ekki mikið mark á þeim.

„Þetta er ekkert venjulegt ástand. Þegar þetta skall á okkur hér í september af fullum þunga þá voru okkar fjármálastofnanir ekki undir það búnar.[...)  Ríkiskerfið greip því miður ekki inn í óhóflega stækkun bankakerfisins, það er hið gremjulega í þessu máli, "

Geir lætur þetta hljóma svolítið léttvægt.   Geir nefnir þó að fjármálastofnanir hafi ekki sýnt ábyrgð sem þarf í þessari starfsemi.  Gremjulegt að ríkiskerfið hafi ekki gripið inn í óhóflega stækkun bankakerfisins.  Gremjulegt?!?  Telur Geir að þetta hafi verið ófyrirséð?  Bankakerfið eins og það er byggt upp í öllum heiminum getur ekki annað en stækkað óhóflega.

 "Það var í sjálfu sér eðlilegt og ekki hægt að kenna þeirri stefnu um, enda bætti hún lífskjörin hér stórlega í mörg ár. En þarna ætluðu menn sér um of, og því voru menn óviðbúnir þegar fjármálaóviðrið skall á okkur." 

 Þessi stefna sem Geir nefnir þarna að sé ekki hægt að kenna um er skýrð í bókinni Falið Vald, og í stuttu máli gengur út á að bankastofnanir hafa rétt til þess að skapa lánsfé, búa til peninga.  Svo lengi sem bankinn getur lánað, þá getur hann "Búið til" peninga.

 

Framtíð okkar byggir á því að endurbyggja fjármálakerfið þannig að það vinni fyrir OKKUR, ekki eigendur sína.

 

Skora á alla að lesa Falið Vald eftir Jóhannes Björn Lúðvíksson sem gefið var út, athugið það, árið 1979.  Bókin er á netinu HÉR 

Bendi sérstaklega á kafla 8, Peningagaldur-Hvernig bankarnir skapa sér auð úr engu


mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert þó heiðarlegur í því að viðurkenna bullið í sjálfum þér.

Þér er óhætt að trúa því sem Geir sagði og ég fullyrði að sú yfirlýsing þín að hann láti þetta hljóma "léttvægt" er eitthvað sem þú hefur smíðað í huga þínum. Það hefur enginn lagt sig jafnmikið fram og Geir H Haarde við að gera skaðann sem minnstann og hafa þó margir komið þar að. Í staðinn hefur hann uppskorið sleggjudóma - fúkyrði og árásir frá einstaklingum sem hafa ekkert annað en ofbeldi og óraunhæft ofursjálfsálit fram að færa.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 17:49

2 identicon

Hvorki er ég nú ofbeldisfullur né uppfullur af sjálfum mér. En mér virðast stjórnarherrarnir hreint ekki hafa ráðið við neitt - og gera ekki enn. Kannski bara mínir sleggjudómar, en aldrei mun ég kjósa Geir. Aldrei. Við þurfum að losna við þennan dug- og dáðalausa mann af þingi - og fleiri af hans sort.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 17:59

3 identicon

Mér finnst athugasemd Ólafs  athygilsverð og ég vildi gjarnan heyra frá honum hvað við eigum Geir að þakka.

Þá kannski í leiðinni smá útskýringu á "Þér er óhætt að trúa því sem Geir sagði".Meinar Ólafur almennt séð eða kannski bara í þessu viðtali?

Agla (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 18:02

4 Smámynd: Haukur Baukur

Sæll Ólafur,

Ég er fyrst og fremst að vekja á því althygli að aðgerðir hefðu verið mögulegar löngu fyrir hrun. Til dæmis með tilvísun í bók sem skrifuð var 1979. 

Þú styður Geir og vinnu hans við að gera skaðann sem minnstan.  Ef bók frá 1979 lýsir uppbyggingu fjármálakerfisins og um leið sýnir leiðina sem endaði með þessu gremjulega ástandi er ekki ástæða til þess að halda að ríkisvaldið hafi getað komið í veg fyrir þetta, þætti mér vænt um að fá þína sýn á málið.  Endilega leiðréttu "bullið" í mér.

Haukur Baukur, 17.1.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband