Þingmaður reyndist refur

wolf_in_sheeps_clothingSjálfstæðismanni var mjög brugðið þegar hann uppgötvaði að þingmaður sem hann hafði kosið á þing reyndist vera sjaldgæfur klækjarefur. Manninum gekk illa að temja „gæludýrið“.

Hinn meinti þingmaður var kosinn sem kindalegur þingmaður. Maðurinn, Þorbjörn Stefánsson í Grafavogi, kaus hann og agiteraði fyrir heilli fjölskyldu í síðustu kosningum.

Hins vegar reyndist honum erfitt að temja þingmanninn! Hann beit Þorbjörn í tíma og ótíma og hafði ýmsa óvenjulega siði.

„Hann gat ekki talað heldur gaf frá sér ókennileg hljóð í ætt við bull,“ lýsir hinn undrandi kjósandi og bætir því við að nefið hafi lengst undarlega mikið og lengi. Þó keyrði um þverbak síðastliðið sumar þegar dýrið tók að lykta undarlega og fýlan versnaði stöðugt þrátt fyrir dagleg böð.

Úr varð að Þorbjörn fór með „þingmanninninn“ í húsdýragarðinn til að spyrjast fyrir um hvers kyns væri og þá kom í ljós að dýrið var í raun klækjarefur, en hann er verndaður. Þorbjörn hefur nú gefið húsdýragarðinum refinn.


mbl.is Hundurinn reyndist refur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha snilld!!

spurning hvort á samt ekki bara að lóga svona greyjum... Þrátt fyrir að þeir séu verndaðir af vinum sínum.

Það vill engin koma og horfa á skítug og illa lyktandi kvikindi. 

haha (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Kjósandi

Við sem erum sífellt að fylgjast með dýragarðinum viljum endilega vita hvaða refur þetta var, þe. hvaða eintak. Giska á að eintakið heiti Guðlaugur Þór.

Kjósandi, 16.12.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband