Metsölulistarinir ekki marktækir lengur

Það hefur verið augljóst lengi að mest auglýstu bækurnar eru alltaf með þeim efstu á metsölulistum. En hérna kemur nokkuð vel í ljós að sannur áhugi fólks er ekki á því sem er otað að þeim gegnum auglýsingar fjölmiðla því þessum bókum er líka mest skilað og skipt. 

Metsölulistarnir svokölluðu eru samkvæmt þessu alls ekki mælieining á hvað sé áhugaverðast heldur að fólk noti ekki gagnrýna hugsun og frumkvæði í gjafavali og láti í stað þess auglýsingar og markaðssetningu á vörum stjórna kauphegðun sinni.

Metsölulistar fyrir jól eru því frekar "Now I got you sucker" listar og mælieining á hvort almúginn sé ekki örugglega að hegða sér eins og nýfrjálshyggjan óski eftir.

 


mbl.is Metsölubókunum oftast skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ferningur

Fyrir utan það náttúrulega að eftir hver jól hefur verið tekinn saman metsölulisti þar sem tekið hefur verið tillit til skilaðra bóka...

Ferningur, 27.12.2010 kl. 18:11

2 Smámynd: Haukur Baukur

Sá listi verður líka áhugaverður og gæti dregið skýrari línur á hvort það sé í raun svona auðveld bráð markaðssetningar og virðist vera.

Haukur Baukur, 27.12.2010 kl. 18:25

3 Smámynd: Durtur

Segir það sig ekki nokkurnveginn sjálft að þær bækur sem seljast mest séu þær bækur sem er oftast skilað? Hugsa að þetta sé aðallega tengt því að margir hafa fengið meira en eitt eintak af þessum bókum--enda á fólk það til að velja jólabækurnar í samráði við metsölulistana.

Að sama skapi bila áreiðanlega miklu fleiri Toyotur en Citroen, einfaldlega afþví það eru miklu fleiri Toyotur í umferð. Sérðu hvert ég er að fara með þetta?

Durtur, 27.12.2010 kl. 18:36

4 Smámynd: Haukur Baukur

Durtur, ef mest er skilað af þeim bókum sem mest seljast af því aðalástæðan er að margir fái fleiri en eitt eintak þá erum við sammála um hugsanalitla hjarðhegðun.

Ég er ekki sammála þér með samanburðinn við bílategundir. Bílakaupum fylgir gagnrýni og því eru "vinsælir" bílar oft tengdir þjónustu og bilanatíðni. Svo fylgir ekki sama tíðni á skiluðum eintökum strax eftir kaup.  Bílar eru ekki tegund afþreyingar og ekki heldur hefðbundin gjafavara og því hæpið að mestsölulistar bíla falli undir sömu kauphegðun og gjafavöru.

Haukur Baukur, 27.12.2010 kl. 19:21

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Durtur er með þetta.

Ég veit ekki með aðra annars, en ég keypti minn bíl eingöngu vegna þess hve ódýrt er að gera við hann.  Þetta #$!drasl bilar nefnilega allt eins.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.12.2010 kl. 22:43

6 identicon

Durtur bendir réttilega hina augljósu rökfræði sem liggur að baki þessari villandi fyrirsögn MBL.

Ef að við gerum ráð fyrir því að jafn miklar líkur séu á að öllum bókum sé skilað (forsenda) er augljóst að þær bækur sem eiga ákveðið hlutfall af sölu fyrir jól hljóta að eiga sama hlutfall af skilum eftir jól.

 Ofan á það bætist svo að líkur á því að fólk fái fleiri eintök af einhverri bók aukast eftir því sem bókin selst betur.

Kenningar um hjarðhegðun og hugsanalaust val á bókum geta eflaust spilað rullu í þessu, en þurfa þess alls ekki.

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 14:20

7 Smámynd: Haukur Baukur

Strákar mínir, ég er ekki að tala um bækur út og bækur til baka í hlutfalli við sölutölur.  Ég er að skoða hegðun og hugarfar. Sé mikið um skil og skipti bendi það til að fólk hitti ekki í mark með gjafavali. Velji frekar eftir metsölulistunum í stað þess að treysta á eigin gagnrýnu hugsun. Og að einhver fái mörg eintök af sömu bók undirstrikar þá hjarðhegðun enn frekar.

Haukur Baukur, 29.12.2010 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband